Notandanafn
Lykilorð

Aðgangsstýrður bændavefur Auðhumlu er eingöngu ætlaður mjólkurframleiðendum. Hér er að finna allar upplýsingar vegna innlagðrar mjólkur, s.s. gæðaniðurstöður, flokkanir mjólkur og mjólkuruppgjör.
Hægt er m.a. að sjá þróun einstakra gæðaþátta yfir lengra tímabil bæði í töflum og línuritum. Einnig er hægt að prenta út kýrsýnaspjöld. Mjólkurframleiðendur geta prentað gögn sín út á pappír, flutt þau á einfaldan hátt yfir í Acrobat (pdf) skjöl eða Excel til frekari úrvinnslu.
Stjórn Auðhumlu svf. ákvað á fundi sínum 12. desember 2015 eftirfarandi reglur um aðgang að upplýsingum úr afurðakerfi Auðhumlu/bændavef, sem taka gildi frá 1. Janúar 2016:
Allir innleggjendur Auðhumlu hafa aðgang að eigin upplýsingum á lokuðu svæði. Öðrum er ekki veittur aðgangur að upplýsingum framleiðenda nema með upplýstu samþykki viðkomandi. Óski opinberir aðilar eftir upplýsingum sem þeir eiga rétt á að fá lögum samkvæmt, skal það gert með formlegum hætti til Auðhumlu sem mun þá svara erindinu. Allar umsóknir er þessi mál varðar skulu berast Auðhumlu svf. Austurvegi 65, 800 Selfossi, sem annast úrvinnslu þeirra.
Umsjón með bændavef og notendaþjónusta er í höndum Jóhannesar Hr. Símonarsonar hjá Auðhumlu. Síminn er 450-1106 og netfang er mjolk hjá audhumla.is.